JOSE Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar, verður á meðal áhorfenda á Nou Camp í kvöld er Barcelona tekur á móti enska liðinu Chelsea og verður það í fyrsta sinn sem forsætisráðherra Spánar er viðstaddur leik hjá Barcelona.
JOSE Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar, verður á meðal áhorfenda á Nou Camp í kvöld er Barcelona tekur á móti enska liðinu Chelsea og verður það í fyrsta sinn sem forsætisráðherra Spánar er viðstaddur leik hjá Barcelona. Forverar hans í embættinu hafa allir valið að fara ekki á leiki með Barcelona enda hafa þeir ekki verið stuðningsmenn liðsins en Zapatero er hins vegar stuðningsmaður Barcelona. Uppselt er á leikinn en alls verða 98.000 áhorfendur á Nou Camp. Síðustu miðarnir, sem í boði voru í gær, seldust á svipstundu.