JÓN Arnór Stefánsson skoraði 6 stig, tók 5 fráköst og gaf 2 stoðsendingar fyrir rússneska liðið Dynamo St. Petersburg í gær þegar liðið lagði CEZ Nymburg frá Tékklandi, 101:93, í fyrri viðureign liðanna í 16 liða úrslitum í Euro League.

JÓN Arnór Stefánsson skoraði 6 stig, tók 5 fráköst og gaf 2 stoðsendingar fyrir rússneska liðið Dynamo St. Petersburg í gær þegar liðið lagði CEZ Nymburg frá Tékklandi, 101:93, í fyrri viðureign liðanna í 16 liða úrslitum í Euro League.

Jón Arnór lék í 36 mínútur og fjögur af stigunum sex sem hann skoraði komu af vítalínunni.

Dynamo, sem vann alla leiki sína í riðlakeppninni, hafði undirtökin allan tímann. Munurinn var 14 stig í hálfleik, 47:33. Liðin eigast við í Tékklandi á föstudaginn en það lið sem fyrr vinnur tvo leiki kemst í 8 liða úrslit keppninnar. Komi til oddaleiks fer hann fram í Pétursborg næstkomandi þriðjudag.