— Morgunblaðið/Jim Smart
DYSLEXÍA og tungumálanám eru viðfangsefni fyrirlesturs sem Michael Dal lektor við KHÍ flytur í Kennaraháskólanum í dag kl. 16.15. Þar leitast Michael við að svara því hvernig hægt er að koma til móts við nemendur með dyslexíu í tungumálanámi.

DYSLEXÍA og tungumálanám eru viðfangsefni fyrirlesturs sem Michael Dal lektor við KHÍ flytur í Kennaraháskólanum í dag kl. 16.15. Þar leitast Michael við að svara því hvernig hægt er að koma til móts við nemendur með dyslexíu í tungumálanámi.

Nýjar evrópskar rannsóknir sýna að meira en 8% nemenda í grunn- og framhaldsskólum eru með dyslexíu á háu eða lágu stigi. Á leið gegnum menntakerfið er þessum nemendum eins og öðrum boðið að læra erlend tungumál. Hvernig takast skólarnir og kennararnir á við þetta verkefni? Niðurstöður evrópska rannsóknarverkefnisins DYSLANGUE gefa til kynna að þó skólar virðist viðurkenna að nemendur með dyslexíu eigi við örðugleika að etja í tungumálanámi þá sé lítið eða ekkert gert til að koma til móts við nemendur og kennara. Niðurstöðurnar gefa líka til kynna að lítil þróun hafi verið á þessu sviði. Í fyrirlestrinum er leitast við að svara spurningunni um hvað þurfi til og hvernig megi bæta úr þessum vanda.

Fyrirlestrinum verður varpað á Netið á slóðinni sjonvarp.khi.is.