ÁKVÆÐI í lögum um vátryggingarsamninga, sem sett voru á síðasta ári, setja vátryggingarfélögum skorður varðandi erfðamismunun. Ákvæðið bannar félögunum að hagnýta sér upplýsingar um erfðaeiginleika manns.

ÁKVÆÐI í lögum um vátryggingarsamninga, sem sett voru á síðasta ári, setja vátryggingarfélögum skorður varðandi erfðamismunun. Ákvæðið bannar félögunum að hagnýta sér upplýsingar um erfðaeiginleika manns.

Haft var eftir Jóni Kristjánssyni heilbrigðisráðherra í Morgunblaðinu í gær að nauðsynlegt væri fyrir okkur að vera á varðbergi varðandi hugsanlega mismunun varðandi erfðaupplýsingar. Tilefni fyrirspurnarinnar er ný lagasetning í Bandaríkjunum þar sem erfðamismunun er bönnuð.

Jón sagði í gær nauðsynlegt að fram kæmi að á síðasta ári hefði Alþingi sett lög sem koma inn á þetta mál.

Í 82. grein laga um vátryggingarsamninga segir: Vátryggingarfélagi er "óheimilt, fyrir eða eftir gerð samnings um persónutryggingu, að óska eftir, afla með einhverjum öðrum hætti, taka við eða hagnýta sér upplýsingar um erfðaeiginleika manns og áhættu á því að hann þrói með sér eða fái sjúkdóma. Félaginu er einnig óheimilt að óska eftir rannsóknum sem teljast nauðsynlegar til þess að kostur sé á að fá slíkar upplýsingar. Framangreint bann gildir þó ekki um athugun á núverandi eða fyrra heilsufari mannsins eða annarra einstaklinga."