DÓMSTÓLL samkeppnismála í Svíþjóð ákvað í gær að hækka sektir sænsku olíufélaganna fimm sem dæmd voru sek um að hafa haft samráð um verð á eldsneyti árið 1999. Niðurstaða ráðsins er endanleg og verður ekki áfrýjað.

DÓMSTÓLL samkeppnismála í Svíþjóð ákvað í gær að hækka sektir sænsku olíufélaganna fimm sem dæmd voru sek um að hafa haft samráð um verð á eldsneyti árið 1999. Niðurstaða ráðsins er endanleg og verður ekki áfrýjað.

Í úrskurði dómsins segir að Statoil, Shell, OKQ8, Preem og Norsk Hydro skuli samanlagt greiða 112 milljónir sænskra króna, um 985 millj. ísl. kr., í sekt en þetta er næstum tvöfalt hærri upphæð en dómstóll í Stokkhólmi dæmdi upphaflega þegar úrskurður í málinu var felldur 2003. Statoil fær hæsta sekt, þarf að greiða 50 milljónir sænskra króna, um 440 millj. ísl. króna, en OKQ8 þarf að borga næstmest, eða 25 milljónir sænskra króna.

Stokkhólmi. AP.

Stokkhólmi. AP.