Einar Kolbeinsson frétti af sáttum í Framsókn þegar Hjálmar Árnason sættist við Kristin Gunnarsson eftir að þeir höfðu "hnusað" hvor af öðrum: Þyngstu lóð það setti á vigtina, þegar fór að standa pligtina, Kristinn H., og Hjálmar Á.

Einar Kolbeinsson frétti af sáttum í Framsókn þegar Hjálmar Árnason sættist við Kristin Gunnarsson eftir að þeir höfðu "hnusað" hvor af öðrum:

Þyngstu lóð það setti á vigtina,

þegar fór að standa pligtina,

Kristinn H.,

og Hjálmar Á.,

fór loksins að kunna við lyktina!

Hjálmar Freysteinsson:

Við mengum með allskonar

efnum,

að eyðingu jöklanna stefnum,

þá er frábært að enn

geti framsóknarmenn

þekkt hvern annan á þefnum.

Björn Ingólfsson segir að þefurinn sé ómissandi í dýraríkinu:

Það eru kynstur af ilmríkum

efnum,

einnig hjá minknum og refnum

þeir nota hland

er þeir helga sér land

og þá er mest lagt upp

úr þefnum.

Hjálmar Freysteinsson yrkir:

Kristinn er kátur að vonum

klögumálin að réna,

búið að hnusa af honum

og hleyp 'onum aftur á spena.

pebl@mbl.is