REKSTUR fasteignafélagsins Landsafls hf. skilaði tæplega 1,1 milljarðs króna hagnaði á síðasta ári. Hagnaður ársins 2003 nam ríflega 105 milljónum króna og er því um 930% afkomubata að ræða.
REKSTUR fasteignafélagsins Landsafls hf. skilaði tæplega 1,1 milljarðs króna hagnaði á síðasta ári. Hagnaður ársins 2003 nam ríflega 105 milljónum króna og er því um 930% afkomubata að ræða. Helstu ástæður bættrar afkomu félagsins er aukinn rekstrarhagnaður og lækkuð fjármagnsgjöld auk þess sem matsbreyting fjárfestingaeigna var jákvæð um 1,08 milljarða króna.