Sigsteinn Pálsson færir Kristjáni Sturlusyni formanni Kjósasýsludeildar Rauða krossins söfnunarbaukinn. Sigsteinn Pálsson fyrrverandi bóndi á Blikastöðum hélt upp á 100 ára afmæli sitt þann 16. febrúar og notaði tækifærið til að styðja mannúðarstarf Rauða krossins. Sigsteinn mæltist til þess við gesti sína að í stað gjafa létu þeir framlög renna til Rauða krossins og voru söfnunarbaukar á staðnum. Rúmlega 300 manns heimsóttu hann í félagsheimilið Hlégarð í Mosfellsbæ og notuðu baukinn óspart. Sigsteinn var að vonum ánægður með afmælisdaginn.
Sigsteinn Pálsson færir Kristjáni Sturlusyni formanni Kjósasýsludeildar Rauða krossins söfnunarbaukinn. Sigsteinn Pálsson fyrrverandi bóndi á Blikastöðum hélt upp á 100 ára afmæli sitt þann 16. febrúar og notaði tækifærið til að styðja mannúðarstarf Rauða krossins. Sigsteinn mæltist til þess við gesti sína að í stað gjafa létu þeir framlög renna til Rauða krossins og voru söfnunarbaukar á staðnum. Rúmlega 300 manns heimsóttu hann í félagsheimilið Hlégarð í Mosfellsbæ og notuðu baukinn óspart. Sigsteinn var að vonum ánægður með afmælisdaginn.
SIGSTEINN Pálsson, fyrrverandi bóndi á Blikastöðum, hélt upp á 100 ára afmæli sitt hinn 16. febrúar og notaði tækifærið til að styðja mannúðarstarf Rauða krossins.

SIGSTEINN Pálsson, fyrrverandi bóndi á Blikastöðum, hélt upp á 100 ára afmæli sitt hinn 16. febrúar og notaði tækifærið til að styðja mannúðarstarf Rauða krossins. Sigsteinn mæltist til þess við gesti sína að í stað gjafa létu þeir framlög renna til Rauða krossins og voru söfnunarbaukar á staðnum.

Rúmlega 300 manns heimsóttu hann í félagsheimilið Hlégarð í Mosfellsbæ og notuðu baukinn óspart. Sigsteinn var að vonum ánægður með afmælisdaginn.

"Ég er afskaplega þakklátur öllum gjöfum og hlýhug í sambandi við afmælið en það sem stendur hjarta mínu næst er þetta framlag til Rauða krossins," sagði Sigsteinn.

Kristján Sturluson, formaður Kjósarsýsludeildar Rauða krossins, heimsótti Sigstein á heimili hans á dvalarheimilinu Hlaðhömrum og tók við söfnunarbaukunum en upp úr þeim töldust rúmlega 150 þúsund krónur. Rauði krossinn er afar þakklátur fyrir þessa rausnarlegu gjöf og færir Sigsteini bestu afmæliskveðjur.

Nokkuð er orðið um það á síðustu árum að fólk styðji Rauða krossinn með þessum hætti, enda margir sem finnst þeir eiga nóg og vilja fremur að gjafirnar renni til þeirra sem eiga ekkert. Þeir sem vilja styðja hjálparstarf Rauða krossins með því að biðja fólk að gefa fremur til hjálparstarfs en kaupa afmælisgjafir geta haft samband við Rauða krossinn í afgreidsla@redcross.is eða síma 5704000, segir í frétt frá Rauða krossinum.