12. febrúar 1993 | Menningarlíf | 313 orð

Bandarísk-íslenska myndin Einiberjatréið frumsýnd Var ein af uppáhaldssögum

Bandarísk-íslenska myndin Einiberjatréið frumsýnd Var ein af uppáhaldssögum mínum í æsku ­ segir Nietzchka Keene leikstjóri myndarinnar BANDARÍSK-íslenska kvikmyndin Einiberjatréið, The Juniper Tree, var frumsýnd í Háskólabíó síðastliðið fimmtudagskvöld...

Bandarísk-íslenska myndin Einiberjatréið frumsýnd Var ein af uppáhaldssögum mínum í æsku ­ segir Nietzchka Keene leikstjóri myndarinnar

BANDARÍSK-íslenska kvikmyndin Einiberjatréið, The Juniper Tree, var frumsýnd í Háskólabíó síðastliðið fimmtudagskvöld en mynd þessi hefur víða hlotið lofsamleg ummæli í fjölmiðlum. Leikstjóri myndarinnar Nietzchka Keene er stödd hérlendis í tengslum við frumsýninguna. Myndin er tekin hérlendis og allir leikarar í henni eru íslenskir.

Myndin gerist á tímum galdrafárs á síðmiðöldum á Íslandi og er útfærsla á kunnu ævintýri Grimmsbræðra með sama nafni, sem Keene segir að hafi verið í uppáhaldi hjá sér frá æsku. Myndin fjallar um systur tvær sem neyðast til að yfirgefa heimili sitt eftir að móður þeirra er ásökuð um galdra. Eldri systirin nær sér í eignmann með göldrum en með yngri systurinni og dóttur mannsins tekst gott samband.

Nietzchka Keene lærði kvikmyndagerð við Háskólann í Los Angeles og vann síðan við hljóðsetningu á kvikmyndum í Hollywood um skeið. Nú kennir hún kvikmyndaframleiðslu við háskólann í Miami á Flórída. Aðspurð um afhverju hún ákvað að nota eingöngu íslenska leikara í myndinni segir Keene að hún hafi alls ekki viljað hafa bandarískan hreim á ensku þeirri sem töluð er í myndinni. Erlendur hreimur sé til að skapa ákveðin stíl.

Með aðalhlutverk í myndinni fara þau Björk Guðmundsdóttir, Bryndís Petra Bragadóttir, Valdimar Örn Flyering og Geirlaug Sunna Þormar. Framkvæmdastjóri myndarinnar var Ingunn Ásdísardóttir.

Einiberjatréið var sýnd á Sundance kvvikmyndahátíðinni fyrir unga leikstjóra árið 1991 og í framhaldi af því fékk hún ítarlega umfjöllun í tímaritinu Variety. Þar segir m.a.: "Þessi mynd er vissulega ekki fyrir börn heldur er hér um listræna mynd að ræða sem nær aðeins til menningarvita en á samt skilið athygli sakir þess hversu stöðugt og hreinskilningslega er staðið að verki."

Morgunblaðið/Sverrir

Bandarísk-íslensk samvinna

TVÆR af aðstandendum myndarinnar, þær Ingunn Ásdísardóttir sem var framkvæmdastjóri Einiberjatrésins og leikstjórinn Nietzchka Keene sem jafnframt samdi handrit myndarinnar.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.