Paul Watson: 200 Íslendingar hafa gengið til liðs við Sea Shepherd PAUL Watson, fyrrverandi formaður Sea Shepherd samtakanna, sem er væntanlegur til landsins í dag, ætlar að krefja íslensk stjórnvöld afsökunar á þeim staðhæfingum að Sea Shepherd séru...

Paul Watson: 200 Íslendingar hafa gengið til liðs við Sea Shepherd

PAUL Watson, fyrrverandi formaður Sea Shepherd samtakanna, sem er væntanlegur til landsins í dag, ætlar að krefja íslensk stjórnvöld afsökunar á þeim staðhæfingum að Sea Shepherd séru hryðjuverkasamtöku. Telur hann jafnvel koma til greina að höfða meiðyrðamál á hendur íslenskum stjórnvöldum. Þetta kom fram í viðtali sem kanadíska CKVU-sjónvarpssstöðin átti við Watson 15. janúar sl. vegna ferðar hans til Íslands. Watson sagðist koma hingað til lands til að hitta þá 200 Íslendinga sem hefðu gengið til liðs við Sea Shepherd samtökin eftir að þau sökktu tveimur hvalveiðibátum í Reykjavíkurhöfn.

"Samtökin hafa ávallt tekið ábyrgð á gerðum sínum og við erum reiðubúin að taka afleiðingum þeirra," sagði Paul Watson þegar hann var spurður hverju hann ætti von á við komuna til Íslands, í ljósi þess að samtökin hefðu lýst yfir ábyrgð á því að tveimur hvalveiðiskipum var sökkt í Reykjavíkurhöfn í nóvembermánuði 1986. Watson taldi að miðað við ummæli sem höfð hefðu verið eftir íslenska dómsmálaráðherranum væru ekki uppi neinar ráðagerðir umað handtaka hann við komuna.

Watson taldi það þó koma tilgreina að hann yrði handtekinn og yfirheyrður en taldi það vera vandkvæðum bundið fyrir íslensk stjórnvöld að hafa hann í haldi. Þau hefðu vitað í rúmt ár hvernig hægt væri að komast í samband við samtökin en ekki lagt fram neinar kærur eða kallað menn til yfirheyrslna. Það hefðu yfirvöld í Bandaríkjunum, Bretlandi og Kanada ekki heldur gert. Watson sagði ástæðu þess vera að hvalveiðar Íslendinga væru brot á alþjóðlegum ákvörðunum. Hann líkti Íslendingum við sjóræningja og taldi veiðarnar vera mjög niðurlægjandi fyrir þjóðina. "Eftir að við sökktum skipunum á Íslandi höfum við fengið 200 manns til liðs við okkur þar. Ég fer til Íslands tilað tala til þeirra."

Paul Watson var næst spurður hverju sætti að hann hefði tafið það svo lengi að fara til Íslands fyrst hann væri reiðubúinn að taka afleiðingunum. Watson sagðist hafa staðið í bréfaskriftum til íslenskra stjórnvalda allt síðastliðið ár til þess að fá upplýsingar um ásakanir á hendur samtökunum en aldrei verið svarað. "Fyrst íslensk stjórnvöld virðast ekki ætla að leggja fram neinar kærur verð ég að fara þangað og stilla þeim upp við vegg. Ég vil að þau biðjist afsökunar á þeim staðhæfingum að við séum hryðjuverkasamtök þarsem engin hryðjuverkasamtök í heimi nota sömu vinnubrögð og við. Við meiðum ekki fólk. Viðtökum ábyrgð á gerðum okkar og erum reiðubúin að taka afleiðingunum," sagði Watson. Hann væri jafnvel reiðubúinn að höfða meiðyrðamál á hendur íslenskum stjórnvöldum til að krefja þau afsökunar.

Tímasetningu fararinnar sagði hann vera ákveðna með það fyrir augum að hún skaraðist á við tímasetningu "leyni fundar" sem Íslendingar hefðu boðað til. Dagskrá þessa fundar og staðsetning væru leyndarmál en tilgangurinn væri sá að setja á laggirnar valkost við Alþjóðahvalveiðiráðið. Einungis hvalveiðiþjóðum hefði því verið boðið til fundarins og ættu Sovétríkin, Noregur, Japan, Færeyjar, Ísland og Kanada fulltrúa á fundinum.

Ástæða þess að Kanadamenn sæktu fundinn sagði Watson vera að þeir hefðu sagt sig úr Alþjóða hvalveiðiráðinu árið 1981 þar sem þeim hefði ekki verið leyft að hefja hvalveiðar á ný. Þeir vonuðust nú til þess að slíkt leyfi fengist með tilstuðlan þessara nýju samtaka.

Hvalveiðar hefðu dregist saman um 90% síðustu tíu árin, sagði Watson aðspurður, og taldi hann það vera verndunarsamtökum að þakka. Japanir hefðu þó í byrjun janúarmánaðar sent hvalveiðiskip til Suðurheims skautsins til að veiða 350 hrefnur, Íslendingar ætluðu að veiða 200 hvali á þessu ári og einnig væru hvalveiðar að hefjast við Azor-eyjar. Norðmenn stunduðu hvalveiðar undan strandlengju sinni og Sovétmenn ætluðu að veiða um 200 hvali sem nota ætti í minkafóður í Síberíu.