9. mars 2005 | Íþróttir | 342 orð | 1 mynd

* KRISTJÁN Andrésson skoraði 3 mörk fyrir GUIF þegar liðið sigraði Heid...

* KRISTJÁN Andrésson skoraði 3 mörk fyrir GUIF þegar liðið sigraði Heid , 33:26, í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. GUIF er í sjötta sæti af 14 liðum með 27 stig.
*KRISTJÁN Andrésson skoraði 3 mörk fyrir GUIF þegar liðið sigraði Heid, 33:26, í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. GUIF er í sjötta sæti af 14 liðum með 27 stig.

*SIR Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, og framherji liðsins Wayne Rooney eru undir smásjá aganefndar enska knattspyrnusambandsins, FA, vegna atvika sem áttu sér stað í leik liðsins gegn Crystal Palace um sl. helgi. FA mun skoða af myndbandi samskipti Ferguson við Mark Clattenburg, dómara leiksins, og Andy D'Urso, sem var fjórði dómari leiksins, en Ferguson á að hafa misboðið þeim með orðbragði sínu. Að auki er Rooney til rannsóknar vegna atvika í leiknum sem dómarinn sá ekki. Rooney á einnig að hafa notað óheflað orðbragð í garð andstæðinga sinna og dómara leiksins.

*ERNIE Els, kylfingur frá Suður-Afríku, vonast til þess að sagan endurtaki sig en í þau tvö skipti sem hann hefur sigrað á Dubai-mótinu hefur sigur á stórmóti fylgt í kjölfarið. Hann sigraði um sl. helgi á Dubai-mótinu í þriðja sinn á ferlinum en árið 1994 vann hann Opna bandaríska meistaramótið eftir að hafa sigrað í Dubai og árið 2002 sigraði hann á Muirfield á Opna breska meistaramótinu - en úrslit á því móti réðust í bráðabana. "Mér líkar vel að vita að þetta hefur gerst á undanförnum árum," sagði Els við fréttamenn í Dubai eftir að hafa sigrað á Evrópumótaröðinni í 19. sinn á sínum ferli.

*ELS hefur þrívegis sigrað á stórmóti. "Það er líklegt að þetta sé aðeins tilviljun en vonandi verður sami háttur á áfram og sigurinn í Dubai verði til þess að ég landi titli á stórmóti. Ég er hjátrúarfullur, eins og margir íþróttamenn. Sem dæmi nota ég alltaf hvít tí og ég fer alltaf fram úr rúminu vinstra megin," sagði Els sem er 35 ára gamall og hefur tvívegis sigrað á Opna bandaríska meistaramótinu og einu sinni á Opna breska meistaramótinu. Hann var í baráttunni á öllum fjórum stórmótum síðasta árs og var ávallt í hópi efstu manna en náði ekki að sigra á einu þeirra.

Fletta í leitarniðurstöðum

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.