14. mars 2005 | Innlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd

Umferðarteppa við Egilshöll

Lögreglan greiðir fyrir umferð að loknum tónleikunum.
Lögreglan greiðir fyrir umferð að loknum tónleikunum.
MIKIL umferðarteppa myndaðist í gærkvöldi milli klukkan sjö og átta þegar gestir á tónleika hins heimsfræga stórtenórs Placido Domingo streymdu til Egilshallar í Grafarvogi þar sem tónleikarnir voru haldnir.
MIKIL umferðarteppa myndaðist í gærkvöldi milli klukkan sjö og átta þegar gestir á tónleika hins heimsfræga stórtenórs Placido Domingo streymdu til Egilshallar í Grafarvogi þar sem tónleikarnir voru haldnir. Réðu umferðaræðarnar ekki við þennan mikla fjölda og mynduðust gríðarlangar biðraðir fyrir vikið. Um tíma náði bílaröðin frá Egilshöll og óslitið eftir Vesturlandsveginum niður undir Höfðabakkabrú en engin óhöpp urðu.

Svipað var uppi á teningnum eftir að tónleikum stórtenórsins lauk á tólfta tímanum en samkvæmt upplýsingum lögreglu gekk þó allt slysalaust fyrir sig að því er hún vissi best og greiddist úr umferðinni þegar á leið.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.