16. mars 2005 | Innlendar fréttir | 103 orð

Flugsafn Íslands | Á aðalfundi Flugsafnsins á Akureyri í síðasta mánuði...

Flugsafn Íslands | Á aðalfundi Flugsafnsins á Akureyri í síðasta mánuði var samþykkt að breyta nafni safnsins í Flugsafn Íslands.
Flugsafn Íslands | Á aðalfundi Flugsafnsins á Akureyri í síðasta mánuði var samþykkt að breyta nafni safnsins í Flugsafn Íslands. Að sögn Svanbjörns Sigurðssonar stjórnarmanns, hefur það verið stefna frá upphafi að safnið annist skráningu og söfnun flugminja fyrir landið allt og því hafi þótt eðlilegt að breyta nafni þess.

Jafnframt hefur verið talið mikilvægt að gott samstarf náist við alla þá aðila sem áhuga hafa á varðveislu flugminja eins og raunar er tekið fram í söfnunarstefnu flugsafnsins. Í byrjun árs samþykkti menningarmálanefnd tillögur vinnuhóps um Flugsafnið á Akureyri og að hafist verði handa við að fá viðurkenningu á safninu sem Flugsafni Íslands.

Fletta í leitarniðurstöðum

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.