17. mars 2005 | Myndlist | 222 orð | 1 mynd

Myndlist | Fyrirlestur í SÍM-húsinu í kvöld

Skoðar hugmyndafræði vestrans í femínísku samhengi

Úr myndbandsverkinu Queer Grit eftir Roewan Crowe.
Úr myndbandsverkinu Queer Grit eftir Roewan Crowe.
KANADÍSKA myndlistarkonan og fræðimaðurinn Roewan Crowe er stödd hér á landi í boði Femínistafélags Íslands og SÍM, Sambands íslenskra myndlistarmanna, og heldur fyrirlestur um verk sín og kenningar í SÍM-húsinu í Hafnarstræti í kvöld kl. 20.
KANADÍSKA myndlistarkonan og fræðimaðurinn Roewan Crowe er stödd hér á landi í boði Femínistafélags Íslands og SÍM, Sambands íslenskra myndlistarmanna, og heldur fyrirlestur um verk sín og kenningar í SÍM-húsinu í Hafnarstræti í kvöld kl. 20.

Roewan Crowe er myndlistarmaður, rithöfundur og fræðimaður sem tengir saman ólíkar greinar myndlistar og fræða í verkum sínum og beitir hefðbundnum rannsóknaraðferðum, kenningum og meðferð máls, í bland við ljósmyndun, myndbönd og skáldskap. Hún er einn af stofnendum MAWA-miðstöðvarinnar í Winnipeg, sem hefur að markmiði sínu að koma konum í myndlist á framfæri og skapa þeim tækifæri til að komast áfram í kanadískum myndlistarheimi.

Fyrirlestur hennar í kvöld er tvískiptur, þar sem hún annars vegar fjallar um myndbandsverk sitt, Queer Grit og hinsvegar um starf sitt á vegum MAWA.

Um myndbandsverkið Queer Grit segir Crowe: "Í þessu verki er ég að skoða tengslin á milli landsins, líkama okkar og frásagnaraðferðar vestrans, eins og þetta hefur mótast í gegnum leikföng, sjónvarp og kvikmyndir. Ég er heilluð af rýminu sem skapast þegar árekstur verður milli nýlendusögunnar og frásagnaraðferðar Hollywood, svæðið þar sem raunveruleikinn og tilbúin ímynd sögunnar skarast. Ég beiti frásagnaraðferð vestrans til að bæta inn samkynhneigðinni sem vantar og til að fletta ofan af skefjalausu ofbeldi vestrans. Hvernig hefur vestrinn mótað kynhneigð og kynhugmyndir okkar og hvernig hefur vestrinn mótað hugmynd mína um eigin kynþátt, þann hvíta?"

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.