21. mars 2005 | Fjölmiðlar | 107 orð | 1 mynd

Íslenskir kvikmyndaleikstjórar

Óskar Jónasson

Óskar Jónasson hress.
Óskar Jónasson hress.
Í Töku tvö í kvöld er rætt við Óskar Jónasson kvikmyndaleikstjóra. Óskar lagði stund á myndlist við Myndlista- og handíðaskóla Íslands en hélt svo til Bretlands 1985 þar sem hann nam kvikmyndaleikstjórn við The National Film and Television School.
Í Töku tvö í kvöld er rætt við Óskar Jónasson kvikmyndaleikstjóra. Óskar lagði stund á myndlist við Myndlista- og handíðaskóla Íslands en hélt svo til Bretlands 1985 þar sem hann nam kvikmyndaleikstjórn við The National Film and Television School. Fyrsta bíómynd hans er Sódóma Reykjavík frá 1992 og hlaut hún ekki aðeins mikla aðsókn heldur hefur hún einnig fengið nokkurs konar "cult status" í myndbandstækjum landsmanna. Önnur bíómynd hans er Perlur og svín frá 1997. Óskar hefur einnig unnið fjölda sjónvarpsmynda og má þar m.a. nefna Rót, 20/20 og Úr öskunni í eldinn. Hann hefur einnig leikstýrt gamanþáttaröðum, á borð við Fóstbræður sem og Áramótaskaupi Sjónvarpsins tvisvar.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.