Eimskip notar Kötlu á ströndina EIMSKIP hefur tekið strandferðaskipið Kötlu á leigu af ríkinu. Að sögn Þorkels Sigurlaugssonar, framkvæmdastjóra hjá Eimskip, er skipið tekið á leigu í fjórar vikur til siglinga á innanlandshafnir.

Eimskip notar Kötlu á ströndina

EIMSKIP hefur tekið strandferðaskipið Kötlu á leigu af ríkinu. Að sögn Þorkels Sigurlaugssonar, framkvæmdastjóra hjá Eimskip, er skipið tekið á leigu í fjórar vikur til siglinga á innanlandshafnir.

Katla, sem áður hét Hekla, var í eigu Ríkisskips. Það hefur verið verkefnalaust um tíma og legið bundið við bryggju í Reykjavík.

Þorkell sagði að miklir flutningar væru á þessum árstíma, meðal annars áburðarflutningar, og væri Katla notuð til að brúa bil sem kæmi í skipareksturinn þangað til nýtt skip kæmi í stað Selfoss.

Katla lestaði áburð í Gufunesi á mánudag og er nú á Patreksfirði.