— Reuters
JÓN Arnór Stefánsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, varð í gær fyrsti Íslendingurinn sem fagnar sigri í Evrópukeppni í körfuknattleik. Hann skoraði 9 stig í sigri rússneska liðsins Dynamo St.

JÓN Arnór Stefánsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, varð í gær fyrsti Íslendingurinn sem fagnar sigri í Evrópukeppni í körfuknattleik. Hann skoraði 9 stig í sigri rússneska liðsins Dynamo St. Pétursborg gegn BC Kiev frá Úkraínu í FIBA-Evrópukeppninni, en leikurinn fór fram í Istanbúl í Tyrklandi í gærkvöld. Jón Arnór og félagar skoruðu 85 stig gegn 74 stigum Kænugarðsliðsins en Dynamo-liðið fór í gegnum keppnina án þess að tapa leik.

Á myndinni lyftir Jón Arnór sigurverðlaununum hátt á loft ásamt Ognjen Askrabic og Mate Milisa.

Jón er ekki sá fyrsti úr sínum systkinahóp sem verður Evrópumeistari en elsti bróðir hans, Ólafur Stefánsson handknattleiksmaður, hefur þrívegis fagnað Evrópumeistaratitli, tvívegis í EHF-keppninni og einu sinni í Meistaradeildinni sem leikmaður þýska liðsins Magdeburg. Ólafur á möguleika á að bæta fjórða titlinum í safnið sem leikmaður Ciudad Real sem leikur í undanúrslitum Meistaradeildarinnar gegn Barcelona um helgina. Þar með er enn sá möguleiki fyrir hendi að íslenskir bræður fagni Evrópumeistaratitli í liðsíþrótt á sömu leiktíð en slíkt hefur aldrei gerst áður hjá íslenskum íþróttamönnum. / C1