Nesjavallavegur
Nesjavallavegur
VEGURINN milli Nesjavalla og Reykjavíkur verður þjóðvegur samkvæmt samgönguáætluninni fyrir næstu árin. Orkuveita Reykjavíkur og Vegagerðin hafa gengið frá samkomulagi þessa efnis en þetta þýðir að viðhald vegarins verður nú í umsjón Vegagerðarinnar.

VEGURINN milli Nesjavalla og Reykjavíkur verður þjóðvegur samkvæmt samgönguáætluninni fyrir næstu árin. Orkuveita Reykjavíkur og Vegagerðin hafa gengið frá samkomulagi þessa efnis en þetta þýðir að viðhald vegarins verður nú í umsjón Vegagerðarinnar.

Eins og kunnugt er lagði Hitaveita Reykjavíkur eins og hún hét þá, veginn vegna orkuveitunnar við Nesjavelli sem tekinn var í gagnið fyrir nokkrum árum. Liggur vegurinn meðfram vatnslögninni frá Nesjavöllum og í Grafarholtið og lauk vegagerðinni árið 1988 en alls er þessi spotti um 26 km langur.

Nesjavallaleiðin er skemmtilegur vegur þar sem hann liggur um Miðdalsheiði, sunnan við svonefndan Eiturhól á Mosfellsheiði, um Dyrafjöll og tengist Grafnisvegi rétt norðan Nesjavalla eins og segir í nýlegum Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar. Orkuveitan gerir ráð fyrir að leggja síðar aðra lögn meðfram Nesjavallavegi og segir þar jafnframt að þá verði að loka veginum tímabundið.