Engey R1
Engey R1 — Morgunblaðið/Alfons
NÝJASTA skip HB-Granda hf. kom til landsins í gær frá Póllandi og er þar um að ræða stærsta skip íslenska fiskveiðiflotans. Nafn skipsins er Engey RE-1 og er það um 7.000 brúttótonn að stærð og 105 metra langt.
NÝJASTA skip HB-Granda hf. kom til landsins í gær frá Póllandi og er þar um að ræða stærsta skip íslenska fiskveiðiflotans. Nafn skipsins er Engey RE-1 og er það um 7.000 brúttótonn að stærð og 105 metra langt. Skipið er 20 metra breitt og með sjö þilför. Skipið er smíðað í Vigo á Spáni árið 1994 og er hið síðasta í röðinni af samtals 14 systurskipum sem voru smíðuð á árunum 1991 til 1994. Skipstjóri er Þórður Magnússon. HB-Grandi keypti skipið í nóvember og hefur það verið í umfangsmiklum breytingum í Póllandi síðastliðna mánuði.