Pekka Elomaa ljósmyndari sést hér ásamt Juha Ruoho. Í bakgrunni er mynd af Juha þar sem hann er kominn í eitt hlutverkið.
Pekka Elomaa ljósmyndari sést hér ásamt Juha Ruoho. Í bakgrunni er mynd af Juha þar sem hann er kominn í eitt hlutverkið. — Morgunblaðið/RAX
Nú stendur yfir sýningin TEKO- VIRKNI í sýningarsal Handverks og hönnunar. Sýnd eru verk eftir sjö einstaklinga frá Finnlandi en sýningarhópurinn samanstendur af fullorðnum einstaklingum sem eiga við námsörðugleika að stríða.
Nú stendur yfir sýningin TEKO- VIRKNI í sýningarsal Handverks og hönnunar. Sýnd eru verk eftir sjö einstaklinga frá Finnlandi en sýningarhópurinn samanstendur af fullorðnum einstaklingum sem eiga við námsörðugleika að stríða. Fólkið kemur frá Lyhty ry í Helsinki en Lyhty ry er heiti sjálfseignarstofn- unar sem er heimili, skóli, verkstæði og vinnustaður fólksins. Að sögn Sunnevu Hafsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Handverks og hönnunar, eru verkin á sýningunni ýmiss konar. Þar er til dæmis að finna ljósmyndir þar sem sett eru á svið fræg atriði úr sögunni og fólkið fer í alls konar hlutverk. Ein myndin vísar til að mynda til síðustu kvöldmáltíðarinnar. Það er atvinnuljósmyndari sem heitir Pekka Elomaa sem vinnur með hópnum í þessu verkefni.

Á sýningunni eru einnig vefnaðarverk, krítarteikningar, skúlptúrverk og myndbandsverk þar sem vinnan við ljósmyndirnar er tíunduð. "Sækja þarf um aðgöngu í Lyhty ry og eru einstaklingarnir metnir út frá listrænum hæfileikum og svo er mikilvægt að hópurinn vinni vel saman," segir Sunneva um val á þátttakendum í verkefninu. Hún segir enn frekar um hópinn: "Unnið er með styrkleika fólksins og ekki er spurt um veikleikana." Hópurinn kom allur til Íslands af þessu tilefni og listrænu leiðbeinendurnir með. Unnið er að nýjum ljósmyndum hér á Íslandi og á Grænlandi og mun afrakstur þessarar ferðar til Íslands og Grænlands vera til sýnis í Helsinki 2006. Sýniningin stendur til 5. júní og opið er alla daga frá kl. 13 til 17 í Aðalstræti 12, 2. hæð.