Bandaríkin | Nýjum umsóknum um atvinnuleysisbætur fjölgaði um eitt þúsund í vikunni 6.-10. júni og voru umsækjendur 333 þúsund. Þetta kemur fram í nýjum gögnum frá bandaríska vinnumálaráðuneytinu. Spámenn höfðu reiknað með um 330 þúsund nýjum umsóknum.
Bandaríkin | Nýjum umsóknum um atvinnuleysisbætur fjölgaði um eitt þúsund í vikunni 6.-10. júni og voru umsækjendur 333 þúsund. Þetta kemur fram í nýjum gögnum frá bandaríska vinnumálaráðuneytinu. Spámenn höfðu reiknað með um 330 þúsund nýjum umsóknum.

Í vikunni áður bárust 332 þúsund umsóknir.

Meðaltal síðustu fjögurra vikna hækkaði um tæp 3 þúsund og var 335 þúsund.

Alls fengu um 2,6 milljónir manns atvinnuleysisbætur í vikunni 30. maí-3. júní.