Sean Penn hefur á ný brugðið sér í hlutverk fréttamanns og það ekki í kvikmynd heldur í raun og veru. Hann er nú staddur í Íran og sendir þaðan fréttir af forsetakosningunum sem fara fram um helgina.
Sean Penn hefur á ný brugðið sér í hlutverk fréttamanns og það ekki í kvikmynd heldur í raun og veru. Hann er nú staddur í Íran og sendir þaðan fréttir af forsetakosningunum sem fara fram um helgina. Það var bandaríska dagblaðið San Francisco Chronicle sem sendi Penn á staðinn en blaðið sendi Penn einnig til Íraks árið 2002 til að skrifa um aðdraganda innrásar Bandaríkjamanna í landið.