Er tilviljun að stutt er á milli lýðveldisdagsins og baráttudags kvenna? Sautjándi júní og nítjándi júní eru merkingarþrungnir dagar á Íslandi og segja má að fjallkonan sameini þá með ákveðnum hætti.
Er tilviljun að stutt er á milli lýðveldisdagsins og baráttudags kvenna? Sautjándi júní og nítjándi júní eru merkingarþrungnir dagar á Íslandi og segja má að fjallkonan sameini þá með ákveðnum hætti. Hin sterka kona, sjálfstæða og djarfa, kallast á við sjálfstæði þjóðar - styrk hennar og djörfung. Ástkæra fósturmold, fjallkonan fríð.

En nóg af tilfinningaseminni - postulínsdúkka í skautbúningi er sígild og tilvalin gjöf til útlendinga eða Íslendinga, hvort sem þeir eru safnarar eður ei (muniði lagið: Vill einhver elska 49 ára gamlan mann ... sem safnar þjóðbúningadúkkum...).

Þessi útgáfa fjallkonunnar fæst í Islandia, kostar 1.935 krónur og er að sögn starfsfólks m.a. vinsæl gjöf til Íslendinga sem búsettir eru erlendis. Henni fylgir ágrip á ensku af sögu skautbúningsins, en rætur hans eru raktar aftur til ársins 1860.