KENNARANÁMSKEIÐ Kramhússins, Skapandi starf með börnum og unglingum, verður haldið í 22. sinn dagana 20.-23. júní. Að þessu sinni koma gestakennararnir frá Finnlandi og Ísrael og áhersla lögð á tónlist.
KENNARANÁMSKEIÐ Kramhússins, Skapandi starf með börnum og unglingum, verður haldið í 22. sinn dagana 20.-23. júní. Að þessu sinni koma gestakennararnir frá Finnlandi og Ísrael og áhersla lögð á tónlist.

Soili Perkiö kemur frá Sibelíusarakademíunni í Helsinki og er hún einn eftirsóttasti kennari og fyrirlesari á sínu sviði. Hún hefur sérhæft sig í hreyfingu og tónlistarkennslu fyrir börn. Hún byggir kennslufræði sína á leikjum, spuna, hreyfingu, ævintýrum og gleði og kallast innlegg hennar í kennaranámskeiðið Tónlist - tjáning - leikir. Einnig verður hún með sérsniðið námskeið ætlað tónmenntakennurum dagana 20.-22. júní.

Ilya Magnes er annar erlendi gesturinn og er hann nú að koma í annað sinn til Íslands en hann tók meðal annars þátt í Heimsdögum barna á Vetrarhátíð 2005. Að vanda miðla listgreinakennarar Kramhússins, Elfa Lilja Gísladóttir, Hafdís Árnadóttir og Ólöf Ingólfsdóttir, af reynslu sinni í skapandi hreyfingu, dansi og spuna. Þá mun skáldið Sjón kynna ólíkar leiðir til að virkja hugann í skáldskaparskrifum og verður með nokkurs konar örnámskeið í örsögum.