Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri afhenti hvatningarverðlaun menntaráðs 17. júní.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri afhenti hvatningarverðlaun menntaráðs 17. júní. — Morgunblaðið/Þorkell
HVATNINGARVERÐLAUN og nemendaverðlaun menntaráðs Reykjavíkur voru afhent í þriðja sinn 17. júní sl. Alls hlutu átta verkefni í grunnskólum borgarinnar viðurkenningu fyrir nýbreytni- og þróunarstarf og 32 grunnskólanemendur nemendaverðlaun.
HVATNINGARVERÐLAUN og nemendaverðlaun menntaráðs Reykjavíkur voru afhent í þriðja sinn 17. júní sl. Alls hlutu átta verkefni í grunnskólum borgarinnar viðurkenningu fyrir nýbreytni- og þróunarstarf og 32 grunnskólanemendur nemendaverðlaun.

Verðlaunin eru veitt grunnskólum í Reykjavík til að vekja athygli á því gróskumikla starfi sem þar fer fram og til að stuðla að auknu þróunarstarfi í skólunum. Að þessu sinni hlutu þrír skólar verðlaun: Foldaskóli fyrir verkefnið útivist, valgrein á unglingastigi; Rimaskóli fyrir verkefnið meistarakokkar framtíðarinnar og Víkurskóli fyrir Blogg-projekt. Þá voru veittar fimm viðurkenningar en þær hlutu Ártúnsskóli, Korpuskóli, Langholtsskóli, Rimaskóli og Seljaskóli.

32 nemendur í grunnskólum Reykjavíkur hlutu nemendaverðlaun en þau eru veitt þeim sem skara fram úr í námi, í félagsfærni, virkni í félagsstarfi eða hafa sýnt frábæra frammistöðu.