JÓN Oddur Halldórsson og Baldur Baldursson unnu til verð-launa á opna breska frjáls-íþrótta-mótinu fyrir fatlaða um seinustu helgi. Jón Oddur sigraði í 100 og 200 metra hlaupi. Hann hljóp 100 metrana á 13,58 sek og 200 metrana á 28,03 sek.
JÓN Oddur Halldórsson og Baldur Baldursson unnu til verð-launa á opna breska frjáls-íþrótta-mótinu fyrir fatlaða um seinustu helgi.

Jón Oddur sigraði í 100 og 200 metra hlaupi. Hann hljóp 100 metrana á 13,58 sek og 200 metrana á 28,03 sek. Baldur lenti í 2. sæti í kúlu-varpi Hann varpaði kúlunni 10,10 metra og hafnaði í 4. sæti í 100 metra hlaupi á 14,09 sekúndum.

Þátt-takan í mótinu er hluti af undir-búningnum fyrir Evrópu-meistara-mót fatlaðra í frjálsum íþróttum sem haldið verður í Finn-landi í ágúst. Þar mun Jón Oddur verja titla, því hann sigraði bæði í 100 og 200 metra hlaupi á Evrópu-meistara-mótinu árið 2003.