Börnin sem fylgst er með eru sannkölluð kraftaverkabörn.
Börnin sem fylgst er með eru sannkölluð kraftaverkabörn.
Sjónvarpið endursýnir í dag tvær breskar myndir sem vöktu mikla athygli þegar þær voru sýndar í aprílbyrjun síðastliðinni.

Sjónvarpið endursýnir í dag tvær breskar myndir sem vöktu mikla athygli þegar þær voru sýndar í aprílbyrjun síðastliðinni.

Í bresku heimildarmyndinni Kraftaverkabörn ( Panorama: Miracle Baby Grows Up ) er fjallað um fyrirbura sem fæðast eftir skemmri en 26 vikna meðgöngu og eiga líf sitt eingöngu læknavísindunum að þakka. Þáttagerðarfólkið fékk aðgang að umfangsmestu rannsókn sem gerð hefur verið á slíkum kraftaverkabörnum. Niðurstöður rannsóknarinnar vekja ýmsar spurningar um tilgang nýburagjörgæslu og helgi mannslífa yfirleitt. Er tími til kominn að læknar láti af hetjulegum tilraunum sínum til að bjarga minnstu börnunum og einbeiti sér þess í stað að þeim sem líklegra er að þroskist og dafni eðlilega? Síðar í kvöld verður endursýnd leikin bresk mynd sem heitir Litla lífið ( This Little Life ) og er um skylt efni.

Í henni segir frá Sadie sem eignast rúmra tveggja marka son, svo lítinn að hún getur haldið á honum í lófanum. Allt er gert til þess að hann megi lifa en hvers konar framtíð á hann í vændum? Myndin er byggð á sannri sögu og greinir frá reynslu sem margt fólk verður fyrir en fáir hafa hugrekki til að tala um.

Leikstjóri myndarinnar er Sarah Gavron og meðal leikenda eru Kate Ashfield, David Morrissey, Peter Mullan og Linda Bassett.

Kraftaverkabörnin er á dagskrá Sjónvarpsins í dag klukkan 13. Litla lífið ( This Little Life ) er svo sýnd klukkan 23.05.