— Morgunblaðið/Ásdís
ATVINNUÞÁTTTAKA eldra fólks á Íslandi er með því mesta sem gerist innan ríkja Efnahagsframfarastofnunarinnar (OECD). Þetta kemur fram í skýrslu sem Vinnumálastofnun vann fyrir félagsmálaráðuneytið um stöðu og horfur á vinnumarkaði.
ATVINNUÞÁTTTAKA eldra fólks á Íslandi er með því mesta sem gerist innan ríkja Efnahagsframfarastofnunarinnar (OECD). Þetta kemur fram í skýrslu sem Vinnumálastofnun vann fyrir félagsmálaráðuneytið um stöðu og horfur á vinnumarkaði. Þar er fjallað um niðurstöður nefndar sem starfaði á vegum félagsmálaráðherra að athugun á stöðu miðaldra og eldra fólks á vinnumarkaði.

Jafnframt kemur fram í skýrslunni að langtímaatvinnuleysi er mest meðal þeirra sem komnir eru yfir 45 ára aldur. Langtímaatvinnuleysi telst atvinnuleysi í meira en sex mánuði. Til þess að bæta úr þessu hefur nefndin lagt til að stjórnvöld hefji sérstakt verkefni með það að markmiði að styrkja stöðu miðaldra og eldra fólks á vinnumarkaði. Lagði nefndin áherslu á fræðslustarf, rannsóknir og áhrif á viðhorf.