Þessi ungi fimleikadrengur tókst hátt á loft í Hallargarðinum á þjóðhátíð en þar sýndu meðlimir í fimleikadeild Ármanns listir sínar í góða veðrinu.
Þessi ungi fimleikadrengur tókst hátt á loft í Hallargarðinum á þjóðhátíð en þar sýndu meðlimir í fimleikadeild Ármanns listir sínar í góða veðrinu. — Morgunblaðið/Þorkell
"BESTA veðrið á Þjóðhátíðardegi Íslendinga var að þessu sinni suðvestanlands þar sem léttskýjað var á öllu suðvesturhorninu," segir Ásdís Auðunsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hátt í 50.
"BESTA veðrið á Þjóðhátíðardegi Íslendinga var að þessu sinni suðvestanlands þar sem léttskýjað var á öllu suðvesturhorninu," segir Ásdís Auðunsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hátt í 50.000 manns voru samankomin í miðborg Reykjavíkur þegar mest var á þjóðhátíð.

En þó veðrið hafi leikið við höfuðborgarbúa á þjóðhátíðardeginum og blíða verið víðast um sunnan- og vestanvert landið var það ekki jafn gott fyrir norðan því þar var skýjað og sums staðar súld. Segir Ásdís hámarkshita á Norðurlandi hafa verið 9 stig á Akureyri, á Austurlandi fór hitinn mest í 16 stig í Papey, en á Hallormsstað var hitinn 15 gráður. Á Suðurlandi mældist hámarkshitinn 19 stig á Kirkjubæjarklaustri. Í Reykjavík var 16 stigi hiti á hádegi, en mestur varð hitinn í borginni 17,4 gráður um miðjan dag. Telja menn að hér sé um heitasta þjóðhátíðardag í Reykjavík að ræða frá lýðveldisstofnun.

Samkvæmt upplýsingum á www.vedur.is þarf að fara aftur til ársins 1911 til þess að finna álíka hita í borginni, en þá mældist 15 gráða hiti á hádegi. Kaldasti þjóðhátíðardagur í borginni hefur að öllum líkindum verið árið 1959 þegar ekki mældist nema 5 stiga hiti í Reykjavík á hádegi.