[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Tágar og pappír eru uppistaðan í þessari spiladós sem Margrét Guðnadóttir textíllistakona í Kirsuberjatrénu hannaði en frá því að Margrét hóf að selja slíkar dósir árið 2001 hafa þær verið fáanlegar með þjóðlögunum "Krummi svaf í klettagjá" og...
Tágar og pappír eru uppistaðan í þessari spiladós sem Margrét Guðnadóttir textíllistakona í Kirsuberjatrénu hannaði en frá því að Margrét hóf að selja slíkar dósir árið 2001 hafa þær verið fáanlegar með þjóðlögunum "Krummi svaf í klettagjá" og "Vísur Vatnsenda-Rósu". "Ég var lengi að velja lögin því dósirnar voru sérsmíðaðar fyrir mig og ég þurfti að panta 2000 stykki með hvoru lagi," segir Margrét. "Því var mér í mun að þetta væru lög sem bæði væru elskuð af þjóðinni og útlendingar gætu notið." Þriðja lagið bættist svo við fyrir síðustu jól en það er jólavísa Jórunnar Viðar "Það á að gefa börnum brauð." "Upphaflega vildi ég hafa þetta þjóðlegt og hrosshárin komu til af því," segir hönnuðurinn sem síðar hefur gert ýmiskonar útgáfur af dósinni, litað þær og skreytt á ýmsa vegu, s.s. með fjöðrum, perlum og pinnum. Eins eru til hangandi dósir og sumar þeirra eru jafnvel í laginu eins og krummi sjálfur. Nýjasta útgáfa dósarinnar er kubbur úr plexígleri sem skreyttur er ljósmyndum af hröfnum eftir Jóhann Óla Hilmarsson.