ASAFA Powell frá Jamaíku setti í gær nýtt heims-met í 100 metra hlaupi karla. Powell, sem er 22 ára gamall, hljóp vega-lengdina á 9,77 sekúndum á Grand-Prix móti á Ólympíu-leik-vanginum í Aþenu.
ASAFA Powell frá Jamaíku setti í gær nýtt heims-met í 100 metra hlaupi karla. Powell, sem er 22 ára gamall, hljóp vega-lengdina á 9,77 sekúndum á Grand-Prix móti á Ólympíu-leik-vanginum í Aþenu.

Powell bætti heims-metið um 1 hundraðasta úr sekúndu, en Tim Mont-gomery frá Banda-ríkjunum hljóp 100 metrana á 9,78 sek-úndum í París fyrir 3 árum.

"Ég vissi að ég gæti slegið heims-metið og er yfir mig ánægður með að hafa tekist það," sagði Powell sem ætlar að gera enn betur á árinu.

Powell er aðeins 4. hlauparinn utan Banda-ríkjanna frá árinu 1912 sem nær þessu eftir-sótta heims--meti.