HÓPSLAGSMÁL brutust út á Ráðhústorgi á Akureyri um kl. 4:30 í fyrrinótt, og börðust þar á þriðja tug manna að sögn lögreglu.
HÓPSLAGSMÁL brutust út á Ráðhústorgi á Akureyri um kl. 4:30 í fyrrinótt, og börðust þar á þriðja tug manna að sögn lögreglu. Allt tiltækt lið var kallað á vettvang, og nutu lögreglumenn liðsinnis dyravarða af nálægum skemmtistöðum við að stöðva slagsmálin. Óljóst er hvert upphafið að slagsmálunum var, en að sögn lögreglu byrjuðu þau með stimpingum sem undu upp á sig og enduðu í stórátökum. Sex voru handteknir og færðir á lögreglustöð, en varðstjóri lögreglu sagði ólíklegt að eftirmálar verði af þessu atviki, og enginn mikið lemstraður.

Lögregla handtók einnig mann með 8 grömm af ætluðu amfetamíni í fórum sínum.