Þórarinn Samúel Guðmundsson
Þórarinn Samúel Guðmundsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
TVEIR piltar, 15 og 18 ára, létust í umferðarslysi í Öxnadal aðfaranótt laugardags. Vegfarandi tilkynnti Lögreglunni á Akureyri um að bifreið hafi lent utanvegar kl. 2:21 um nóttina.
TVEIR piltar, 15 og 18 ára, létust í umferðarslysi í Öxnadal aðfaranótt laugardags. Vegfarandi tilkynnti Lögreglunni á Akureyri um að bifreið hafi lent utanvegar kl. 2:21 um nóttina. Fjórir voru í bílnum, og voru piltarnir tveir úrskurðaðir látnir á vettvangi.

Hinir látnu hétu Sigurður Ragnar Arnbjörnsson og Þórarinn Samúel Guðmundsson. Sigurður Ragnar var 18 ára, til heimilis að Kirkjuvegi 18 í Reykjanesbæ. Þórarinn Samúel var 15 ára og til heimilis að Lindartúni 23 í Garði.

Tveir aðrir voru í bílnum, 16 og 17 ára piltar. Þeir voru fluttir á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, og annar þeirra áfram með sjúkraflugi á Landspítala - háskólasjúkrahús í Reykjavík. Að sögn vakthafandi læknis á gjörgæslu er líðan hans stöðug, en honum er haldið sofandi í öndunarvél. Hinn hlaut beinbrot og mar en er ekki alvarlega slasaður.

Engin vitni voru að slysinu, en lögregla vinnur að rannsókn á tildrögum þess. Niðurstöður rannsóknarinnar liggja ekki fyrir.