Það bíða eflaust margir spenntir eftir komu Duran Duran hingað til lands.
Það bíða eflaust margir spenntir eftir komu Duran Duran hingað til lands.
Það fer heldur betur að styttast í komu hljómsveitarinnar Duran Duran hingað til lands en sveitin spilar í Egilshöll þann 30. júní næstkomandi. Að því tilefni verður Rokkland á Rás 2 tileinkað sveitinni að þessu sinni.
Það fer heldur betur að styttast í komu hljómsveitarinnar Duran Duran hingað til lands en sveitin spilar í Egilshöll þann 30. júní næstkomandi.

Að því tilefni verður Rokkland á Rás 2 tileinkað sveitinni að þessu sinni. Forseti rokklands, Ólafur Páll Gunnarsson, verður með ítarlega umfjöllun um sveitina auk þess að leika fjölda af lögum hennar, meðal annars af nýjustu breiðskífu hennar. Auk þess verður útvarpað viðtali við Nick Rhodes, hljómborðsleikara hljómsveitarinnar.

Það er því tilvalið fyrir áhugasama að taka almennilega og ítarlega upphitun fyrir tónleikana á sunnudaginn.

Rokklandið er frumflutt á sunnudögum klukkan 16.08 og endurflutt á þriðjudagskvöldum klukkan 22.10.

Rokkland er á dagskrá Rásar 2 í dag klukkan 16.08. Þátturinn er endursýndur á þriðjudagskvöld klukkan 22.10.