Destiny's Child hættir Stelpurnar í Destiny's Child segjast ætla að hætta í haust, og verða seinustu tón-leikar tríó-sins í Kanada í september. Stelpurnar ætla að ein-beita sér að sóló-verk-efnum.

Destiny's Child hættir

Stelpurnar í Destiny's Child segjast ætla að hætta í haust, og verða seinustu tón-leikar tríó-sins í Kanada í september. Stelpurnar ætla að ein-beita sér að sóló-verk-efnum. Destiny's Child hefur selt yfir 50 millj-ónir geisla-diska frá árinu1998, og unnið mörg verð-laun, m.a tvenn Grammy-verð-laun.

Iceland Airwaves í október

Tón-listar-hátíðin Ice-land Air-waves verður haldin í 7. sinn helgina 19.-23. október. Um 3500-4000 miðar verða í boði á tón-leika sem haldnir verða á 6 tón-leika-stöðum. Margar áhuga-verðar er-lendar hljóm-sveitir hafa stað-fest komu sína, rúm-lega 20 íslenskar hljóm-sveitir einnig og enn á eftir að bætast í hópinn. Miða-sala hefst í haust.

Guðbjörg til Hauka

Lands-liðs-konan Guðbjörg Guðmannsdóttir hefur skrifað undir eins árs samning við Íslands-meistara Hauka í hand-knatt-leik kvenna.

Guðbjörg hefur seinustu 2 ár leikið með ÍBV og varð Íslands-, bikar-, og deildar-meistari með liðinu í fyrra. Guðbjörg, sem leikur í vinstra horninu, er einn besti al-hliða leik-maður deildar-innar.