Florence Aubenas og Jacques Chirac for-seti Frakk-lands við heim-komu hennar.
Florence Aubenas og Jacques Chirac for-seti Frakk-lands við heim-komu hennar. — Reuters
FLORENCE Aubenas, franskur blaða-maður, kom heim til sín sl. sunnu-dag, eftir að hafa verið í haldi mann-ræningja í Írak í 5 mánuði. Fjöl-skylda hennar og for-seti Frakk-lands, Jacques Chirac, tóku á móti henni.
FLORENCE Aubenas, franskur blaða-maður, kom heim til sín sl. sunnu-dag, eftir að hafa verið í haldi mann-ræningja í Írak í 5 mánuði. Fjöl-skylda hennar og for-seti Frakk-lands, Jacques Chirac, tóku á móti henni. Hún segist ekki vita af hverju henni var sleppt, en ræningjarnir báðu aldrei um peninga.

Aubenas var rænt af 4 mönnum í janúar ásamt íröskum túlki sínum í Bagdad, höfuð-borg Írak.

Þau voru geymd bundin í kjallara og líka var bundið fyrir augun á þeim. Tíminn var mjög lengi að líða, þau máttu hvorki tala né hreyfa sig.

Aubenas var einu sinni yfir-heyrð um stjórn-mál og beðin um að ljúga að mynda-tökuvél að hún yrði tekin af lífi eftir 3 daga, en hún neitaði.

Hún fékk síðan ilm-vatn og 2 hringi í kveðju-gjöf frá mann-ræningjunum.