NÚ stendur yfir á Borgarskjalasafni Reykjavíkur sýning á efni sem tengist ferðamönnum í Reykjavík, svo sem póstkortum, útgefnu efni og skjölum sem varpa ljósi á sýn ferðamanna á Reykjavík og það hvernig Reykjavík hefur kynnt sig fyrir ferðamönnum frá...
NÚ stendur yfir á Borgarskjalasafni Reykjavíkur sýning á efni sem tengist ferðamönnum í Reykjavík, svo sem póstkortum, útgefnu efni og skjölum sem varpa ljósi á sýn ferðamanna á Reykjavík og það hvernig Reykjavík hefur kynnt sig fyrir ferðamönnum frá 18. öld til dagsins í dag. Fáir ferðamenn áttu leið um Ísland langt framan af og skipti lega landsins þar mestu máli. Á sýningunni má lesa lýsingar úr ferðabókum gestanna, hvað þeim þótti um bæinn og íbúana en einnig hvað þeim þótti merkilegt að skoða. Sýning Borgarskjalasafns Reykjavíkur er á 1. hæð Grófarhúss, Tryggvagötu 15 og er opin mán. - fim. kl. 10-19, fös. kl. 11-19 og um helgar kl. 13-17. Aðgangur er ókeypis.