27. júní 2005 | Íþróttir | 125 orð

Daníel til liðs við Team Helsinge

DANÍEL Ragnarsson, handknattleiksmaður, sem lék með danska úrvalsdeildarliðinu FC Köbenhavn á síðustu leiktíð, er genginn í raðir Team Helsinge í Danmörku.
DANÍEL Ragnarsson, handknattleiksmaður, sem lék með danska úrvalsdeildarliðinu FC Köbenhavn á síðustu leiktíð, er genginn í raðir Team Helsinge í Danmörku. Daníel, sem er örvhent skytta, gekk til liðs við FC Köbenhavn í fyrra og gerði við liðið eins árs samning en áður lék hann með spænska 2. deildarliðinu Torrevieja og norska liðinu Haslum en hér heima spilaði hann með Val og Aftureldingu.

Team Helsinge hafnaði í ellefta sæti í dönsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en á dögunum var Torben Winther, fyrrum landsliðsþjálfari Dana, ráðinn þjálfari liðsins. Hans Lindberg, Íslendingurinn sem hefur danskt ríkisfang og hefur verið viðloðandi danska landsliðið, hefur leikið með Team Helsinge undanfarin sex ár en nú hefur hann sagt skilið við liðið og gert tveggja ára samning við Viborg á Jótlandi.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.