Oddur Benediktsson, fyrsta barnabarn Einars Benediktssonar, afhjúpar minningarskjöldinn, sem komið hefur verið fyrir við Höfða.
Oddur Benediktsson, fyrsta barnabarn Einars Benediktssonar, afhjúpar minningarskjöldinn, sem komið hefur verið fyrir við Höfða. — Morgunblaðið/Þorkell
MINNINGARSKJÖLDUR var afhjúpaður við Höfða í gær í tilefni þess að 100 ár voru liðin frá því að fyrsta loftskeytið barst til Íslands en slík skeytasending markaði mikil þáttaskil því þá urðu frjáls fjarskipti að veruleika hér á landi.

MINNINGARSKJÖLDUR var afhjúpaður við Höfða í gær í tilefni þess að 100 ár voru liðin frá því að fyrsta loftskeytið barst til Íslands en slík skeytasending markaði mikil þáttaskil því þá urðu frjáls fjarskipti að veruleika hér á landi.

OgVodafone gaf skjöldinn en á honum segir: "Þann 26. júní árið 1905 komst Ísland fyrst í samband við umheiminn. Þá var hér á Félagstúni tekið á móti loftskeyti frá Poldhu í Cornwall á Englandi. Loftskeytabúnaðurinn var á vegum Marconi félagsins í London, en Einar Benediktsson var forgöngumaður um uppsetningu hans. Með þessu hófst móttaka skeyta sem stóð fram í október 1906, þegar hætta varð starfrækslu fjarskiptastöðvarinnar vegna einkaleyfis sem stjórnvöld höfðu veitt til fjarskipta á Íslandi."