5. ágúst 2005 | Innlendar fréttir | 234 orð | 1 mynd

Heimsferðir bjóða Kúbuferðir í leiguflugi

HEIMSFERÐIR bjóða í mars og apríl á næsta ári beint leiguflug til Kúbu. Bjarni Hrafn Ingólfsson markaðsstjóri segir að með þessu fyrirkomulagi verði unnt að bjóða betra verð og meiri sveigjanleika í lengd ferða. Fyrsta ferðin verður 7. mars.
HEIMSFERÐIR bjóða í mars og apríl á næsta ári beint leiguflug til Kúbu. Bjarni Hrafn Ingólfsson markaðsstjóri segir að með þessu fyrirkomulagi verði unnt að bjóða betra verð og meiri sveigjanleika í lengd ferða. Fyrsta ferðin verður 7. mars.

Aðalferðamannatíminn á Kúbu er að sögn Bjarna mánuðina janúar til apríl og segir hann veðrið þá einna best, hitinn sé þá 27 til 30 gráður. Sem dæmi um verð nefnir Bjarni að flugsæti með sköttum kosti 59.490 krónur en sé gisting tekin með, t.d. í viku, sé verðið alls 69.990 kr. og er þar miðað við gott hótel við ströndina. Flogið er með þotu af gerðinni Boeing 737-800, sömu gerð og Heimsferðir hafa notað í flugi sínu til sólarlanda og víðar.

Bjarni segir viðtökur við þessum nýja áfangastað Heimsferða ánægjulegar og undirtektir mun betri en ætlað hafi verið. Segir hann að síminn hafi nánast ekki stoppað og fjöldi fólks komið á skrifstofuna. Greinlegt sé að farþegar kunni að meta möguleika á sveigjanleika í ferðatilhögun, að geta dvalið á Kúbu í eina viku, tvær eða þrjár og hann segir einnig mikinn áhuga á fjölbreyttu úrvali skoðunarferða sem í boði eru.

Þá skipuleggja Heimsferðir til dæmis tveggja vikna ferð frá 7. til 21. mars þar sem gist verður í Havana í nokkrar nætur og síðan farið í fimm daga ferð um eyna og endað á fjögurra daga dvöl á ströndinni á Varadero. Kostar slík ferð 139.900 kr.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.