* ÓLAFUR Geir Magnússon hefur látið af störfum sem þjálfari knattspyrnuliðs Aftureldingar, sem leikur í 2. deild. Lárus Rúnar Grétarsson mun stýra liðinu í þeim þremur leikjum sem eftir eru en Afturelding er sem stendur í 9.

* ÓLAFUR Geir Magnússon hefur látið af störfum sem þjálfari knattspyrnuliðs Aftureldingar, sem leikur í 2. deild. Lárus Rúnar Grétarsson mun stýra liðinu í þeim þremur leikjum sem eftir eru en Afturelding er sem stendur í 9. og næstneðsta sæti deildarinnar með 13 stig, einu minna en ÍR, sem er í sætinu fyrir ofan.

* DRANGUR , sem leikur í 1. deild karla í körfuknattleik, hefur samið við Bandaríkjamanninn Justin Shouse og mun hann verða spilandi þjálfari auk þess að sjá um þjálfun yngri flokka félagsins. Shouse er 24 ára gamall bakvörður, 185 sentimetrar á hæð og lék hann með þýska 3. deildarliðinu Bergheim á síðustu leiktíð. Hann útskrifaðist úr Mercyhurst College vorið 2004. Drangur er í Vík í Mýrdal og síðastliðið tímabil var frumraun þess í 1. deild. Drangur hafnaði í 7. sæti, sigur vannst í sex leikjum en tólf töpuðust.

* DANSKA handknattleiksliðið Århus GF vann lið Selfoss, 44:23, í æfingaleik á mánudagskvöldið og á sama tíma vann Barcelona lið Álaborgar, 30:26.

* GUÐJÓN Valur Sigurðsson varð markahæsti leikmaður æfingamóts sem fram fór í Sindelfingen um síðustu helgi, gerði 19 mörk í þremur leikjum Gummersbach .

* ADEMAR Leon frá Spáni sigraði á mótinu, lagði Göppingen 36:25, en Gummersbach varð í þriðja sæti með 28:23 sigri á Pfullingen þar sem Guðjón Valur gerði átta mörk og Róbert Gunnarsson þrjú.

* HENRIK N. Kragh , knattspyrnudómari frá Danmörku , mun dæma viðureign HK og KA í 1. deild karla á Kópavogsvelli á föstudagskvöldið. Hann er annar dómarinn af Norðurlöndum sem dæmir leik í deildinni en Ken Henry Johnsen frá Noregi dæmdi leik HK og Víkings R. fyrir skömmu, einnig á Kópavogsvelli .

* LANCE Armstrong, bandaríski hjólreiðakappinn sem sigraði sjö sinnum í Tour de France , neitar ásökunum franska blaðsins L'Equipe um að hann hafi notað ólögleg lyf þegar hann sigraði í fyrsta sinn, árið 1999.

* ÞÁ hafði kappinn nýlega náð sér af krabbameini í eistum og þótti sigur hans því enn merkilegri. Sýni voru tekin eins og venjulega eftir sigur og segir L'Equipe EPO hafi fundist í þeim, en 1999 var ekki unnt að greina hvort menn hefðu nýtt sér lyfið sér til framdráttar. Sýnin voru geymd og rannsökuð nýlega og heldur franska blaðið því fram að EPO hafi fundist í sýni Armstrong .