25. ágúst 2005 | Innlendar fréttir | 94 orð | 1 mynd

Andlát

LIV AASEN

LIV Aasen, fyrrverandi sendiherrafrú Noregs á Íslandi og meðlimur norska Stórþingsins, lést sunnudaginn 21. ágúst í Noregi. Aasen var kjörin á norska Stórþingið 1969 og sat þar samfellt í 20 ár.
LIV Aasen, fyrrverandi sendiherrafrú Noregs á Íslandi og meðlimur norska Stórþingsins, lést sunnudaginn 21. ágúst í Noregi.

Aasen var kjörin á norska Stórþingið 1969 og sat þar samfellt í 20 ár. Hún var í 40 ár virk í stjórnmálastarfi norska Jafnaðarmannaflokksins, meðlimur utanríkismálanefndarinnar, sat í Evrópuráðinu og gegndi fjölda opinberra trúnaðarstarfa fyrir land sitt og þjóð.

Eftirlifandi eiginmaður hennar er Per Aasen, sem var sendiherra Noregs á Íslandi árin 1978-1985. Þau hjónin eignuðust hér mikinn fjölda vina og kunningja meðal stjórnmála-, embættis- og fjölmiðlamanna og ræktuðu alla tíð vel sambandið við Ísland og Íslendinga.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.