8. október 2005 | Menningarblað/Lesbók | 142 orð | 1 mynd

Glapræði

Eftir Eirík Bergmann Einarsson

Eiríkur Bergmann Einarsson er stjórnmálafræðingur og háskólakennari. Glapræði er fyrsta skáldsaga hans en hann hefur áður gefið út bækur og birt ritgerðir á fræðasviði sínu, Evrópufræðum.
Eiríkur Bergmann Einarsson er stjórnmálafræðingur og háskólakennari. Glapræði er fyrsta skáldsaga hans en hann hefur áður gefið út bækur og birt ritgerðir á fræðasviði sínu, Evrópufræðum.

Í Glapræði segir frá Þórði Kjartanssyni, traustum embættismanni í þjónustu ríkisins. Á sólríkum föstudegi rennur upp fyrir honum að líf hans er blekking. Hann kastar öllu frá sér og heldur á vit ævintýranna. Í bríaríi greinir hann frá viðkvæmu hneykslismáli sem skekur efstu lög þjóðfélagsins og allt fer í bál og brand. Skyndilega beinist miskunnarlaust kastljós þjóðmálanna að Þórði sem þarf að eiga við spillta stjórnmálamenn, barkonur, æsiblaðamenn og strætisróna um leið og hann þarf að stokka upp eigið líf og fóta sig í nýju umhverfi. Í þessari gráglettnu skemmtisögu er dregin upp skopleg mynd af baksviði íslenskra stjórnmála og tilvistarkreppu nútímamannsins sem í ráðleysi ráfar um í borgarfrumskóginum án þess að vita hvers hann leitar.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.