5. maí 1993 | Innlendar fréttir | 136 orð

Athugasemd frá tímaritinu Heimsmynd

Athugasemd frá tímaritinu Heimsmynd MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá tímaritinu Heimsmynd sem stílað er til ritstjóra blaðsins: Í frétt í blaði yðar um skoðanakönnun, sem unnin var af Félagsvísindastofnun Háskólans fyrir tímaritið...

Athugasemd frá tímaritinu Heimsmynd

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá tímaritinu Heimsmynd sem stílað er til ritstjóra blaðsins:

Í frétt í blaði yðar um skoðanakönnun, sem unnin var af Félagsvísindastofnun Háskólans fyrir tímaritið Heimsmynd, um fylgi flokkana í borgarstjórn í Reykjavík gætir ónákvæmni og misskilnings sem þörf er á að leiðrétta. Í inngangi fréttarinnar er rætt um fylgi Sjálfstæðisflokksins samkvæmt útreikningi blaðsins". Í fréttinni er einnig birt athugasemd frá skrifstofu borgarstjóra, þar sem segir að tímaritið dragi þá ályktun" að 3. fulltrúi G-lista nái kjöri en ekki 8. fulltrúi af D-lista. Hvort tveggja er alrangt. Tímaritið Heimsmynd framkvæmdi enga útreikninga, né dró ályktun af útreikningum, hvað þetta snertir. Allt töluefni kom frá Félagsvísindastofnun, þar á meðal útreikningar um skiptingu fulltrúa milli flokka. Hugleiðingar blaðsins eru í grein sem er skýrt afmörkuð frá talnaefni skoðanakönnunarinnar."

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.