29. október 2005 | Blaðaukar | 276 orð

Ráð um soðningu hangikjöts

Hangikjötið heyrir vetrinum og sérstaklega jólunum til, en ýmsar aðferðir eru til við að sjóða það. Hin fróðlega vefsíða lambakjot.
Hangikjötið heyrir vetrinum og sérstaklega jólunum til, en ýmsar aðferðir eru til við að sjóða það. Hin fróðlega vefsíða lambakjot.is staðhæfir að versta aðferðin við soðningu sé að hafa vatnið bullsjóðandi og sjóða kjötið of lengi - þá sé nokkuð öruggt að það verði þurrt og rýrni mikið.

Lágur hiti bestur

Þar segir enn fremur að miklu betra sé að láta hangikjötið malla við mjög lágan hita og að margir noti þá aðferð að setja kjötið í pott með köldu vatni, hita það rólega að suðu og slökkva síðan undir pottinum þegar suðan er komin upp en láta hann standa á hellunni og láta kjötið kólna í soðinu.

Einnig hægt að gufusjóða

Við gufusuðu á að setja kjötið á grind í potti og setja dálítið vatn í pottinn, en þó ekki svo mikið að það nái upp á kjötið, og síða á að leggja þétt lok yfir. Á vefsíðunni stendur að best sé að nota hitamæli til að finna hvenær kjötið er tilbúið. Sé kjöt steikt í ofni eigi hitinn að vera á bilinu 100-130°C og kjötið vafið í álpappír og steikt þar til kjarnhiti er um 67°C. Algengast er að sjóða kjötið bara í vatni en margir bæta 1-2 msk af sykri eða púðursykri út í og þykir það gefa betra bragð.

Hrátt hangikjöt er líka gott

Á vefsíðunni stendur að til dæmis megi skera kjötið í sneiðar, raða því í fat og setja kartöflustöppu (til dæmis úr sætum kartöflum) í kring, og hella ef til vill dálítilli þunnri sósu yfir. Þetta á svo að setja í ofninn og baka þar til stappan er farin að taka örlítinn lit og kjötið er heitt í gegn.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.