13. nóvember 2005 | Fjölmiðlar | 85 orð | 1 mynd

Sjónvarpið sýnir frá Edduverðlaununum

Eddan veitt í sjöunda sinn

Kristján Kristjánsson og Helga Braga voru kynnar hátíðarinnar í fyrra.
Kristján Kristjánsson og Helga Braga voru kynnar hátíðarinnar í fyrra.
EDDUVERÐLAUNIN, íslensku kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunin, verða afhent við hátíðlega athöfn á Hótel Nordica í kvöld.
EDDUVERÐLAUNIN, íslensku kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunin, verða afhent við hátíðlega athöfn á Hótel Nordica í kvöld. Fagmenn í kvikmyndagerð og sjónvarpi hafa greitt atkvæði og í kvöld verður kynnt hvaða þættir, myndir og fagfólk hefur þótt skara fram úr á liðnu ári, auk þess sem veitt eru heiðursverðlaun Eddunnar. Kvikmynd Dags Kára Péturssonar, Voksne mennesker, og Latibær Magnúsar Scheving hlutu flestar tilnefningar í ár, fimm hver.

Kynnir er Þorsteinn Guðmundsson og útsendingu stjórnar Haukur Hauksson.

Edduverðlaunin 2005 verða sýnd beint í Sjónvarpinu klukkan 20 í kvöld.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.