22. nóvember 2005 | Innlendar fréttir | 194 orð | 1 mynd

26 íbúðir í nýbyggingu við Tryggvagötu

26 íbúðir verða í nýbyggingunni sem mun standa í Tryggvagötu 18.
26 íbúðir verða í nýbyggingunni sem mun standa í Tryggvagötu 18.
26 ÍBÚÐIR verða í nýbyggingu sem Fasteignafélagið Kirkjuhvoll hyggst láta reisa við Tryggvagötu í Reykjavík, en eignirnar voru auglýstar í Fasteignablaði Morgunblaðsins í gær. Húsið mun rísa fyrir aftan húseignirnar að Vesturgötu 6, 8 og 10 og 10a.
26 ÍBÚÐIR verða í nýbyggingu sem Fasteignafélagið Kirkjuhvoll hyggst láta reisa við Tryggvagötu í Reykjavík, en eignirnar voru auglýstar í Fasteignablaði Morgunblaðsins í gær. Húsið mun rísa fyrir aftan húseignirnar að Vesturgötu 6, 8 og 10 og 10a. Þessar eignir eru auglýstar til leigu, en þegar er búið að leigja eignina að númer 10a. Á Vesturgötu 6-8 er veitingahúsið Naustið til húsa, en nú er leitað að nýjum rekstraraðilum fyrir það.

Karl J. Steingrímsson, eigandi Kirkjuhvols, segir að íbúðirnar í nýbyggingunni við Tryggvagötu verði á bilinu 70-200 fermetrar að stærð, auk þess sem 300 fermetra penthouse íbúð verði í húsinu. Þá er gert ráð fyrir tveimur verslunar- og þjónustueiningum á jarðhæð hússins. "Framkvæmdir hefjast um áramót og áætlað er að bygging hússins taki 13-14 mánuði," segir Karl. Hann segir að húsnæðið muni meðal annars henta fólki sem starfi í miðborginni og vilji búa vel.

Um húsin á Vesturgötu segir Karl að þegar sé búið að leigja hús númer 10a. Leitað sé að traustum aðilum sem geti tekið við rekstri Naustsins, en húsið geti hins vegar einnig hentað undir verslun og þjónustu. Til greina komi að skipta eigninni í einingar sem geti hentað fjölbreyttum rekstri.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.