GOTT útlit er á að samkomulag sé að nást varðandi vaktafyrirkomulag hjúkrunarfræðinga á blóðskilunardeild Landspítala - háskólasjúkrahúss, að sögn Jóhannesar Gunnarssonar, lækningaforstjóra LSH, en 33 sjúklingar blóðskilunardeildar hafa sent áskorun til...
GOTT útlit er á að samkomulag sé að nást varðandi vaktafyrirkomulag hjúkrunarfræðinga á blóðskilunardeild Landspítala - háskólasjúkrahúss, að sögn Jóhannesar Gunnarssonar, lækningaforstjóra LSH, en 33 sjúklingar blóðskilunardeildar hafa sent áskorun til forsvarsmanna spítalans um að vaktafyrirkomulagið verði nú þegar dregið til baka.

Í áskoruninni segir: "Vaktafyrirkomulag hefur valdið því að stór hluti reyndustu hjúkrunarfræðinganna hefur sagt upp störfum. Þetta veldur okkur sjúklingunum gífurlegum áhyggjum og kvíða enda er öryggi okkar ógnað."

Jóhannes sagði að það liti vel út með að samkomulag sé að nást í þessum efnum og hann bindi vonir við að það skýrist alveg á næstunni. Um sé að ræða ákveðna málamiðlun varðandi vaktafyrirkomulagið.