JÓN Arnar Ingvarsson og stjórn körfuknattleiksdeildar Breiðabliks hafa komist að samkomulagi um að Jón hætti þjálfun hjá félaginu, en hann hefur verið við stjórnvölinn hjá meistaraflokki karla.

JÓN Arnar Ingvarsson og stjórn körfuknattleiksdeildar Breiðabliks hafa komist að samkomulagi um að Jón hætti þjálfun hjá félaginu, en hann hefur verið við stjórnvölinn hjá meistaraflokki karla. Á heimasíðu Blika segir að gengi liðsins hafi verið undir væntingum í vetur og því ljóst að leita þurfi nýrra leiða. Breiðablik er sem stendur í sjötta sæti 1. deildar með 6 stig, fjórum stigum ofar en KFÍ og Reynir sem eru í neðstu sætunum. Þór frá Þorlákshöfn og Tindastóll eru með 14 stig í efstu sætunum.

Jón Arnar var að hefja sitt fjórða tímabil með liðið.

Einar Hannesson, formaður meistaraflokksráðs karla, og Thomas Fjoldberg, þjálfari meistaraflokks kvenna, munu stýra liðinu þar til nýr þjálfari verður ráðinn.