STRAUMUR Burðarás Fjárfestingabanki jók hlut sinni í Finnair í gær um tæp 2% og á þá eftir kaupin um 10,74% hlut í finnska flugfélaginu. Kaupin voru tilkynnt í Kauphöllinni í Stokkhólmi.
STRAUMUR Burðarás Fjárfestingabanki jók hlut sinni í Finnair í gær um tæp 2% og á þá eftir kaupin um 10,74% hlut í finnska flugfélaginu. Kaupin voru tilkynnt í Kauphöllinni í Stokkhólmi. Markaðsverð hlutarins var 11,75 evrur í gær og miðað við það var kaupverðið um 1,5 milljarðar íslenskra króna. Samtals er hlutur Straums Burðaráss í Finnair metinn á tæpa 8,3 milljarða miðað við markaðsverð. Finnska ríkið á um 57,21% í Finnair.